Framtíðaröryggi þjóðarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun