Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun