Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk 23. febrúar 2013 09:00 Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenska afreksíþróttafólk séu tiltölulega lágir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín. Innlendar Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 milljónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkinsins skoðuðum við samanburð á milli Norðurlandanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir," segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd íþróttamannanna fá styrkina og sjá um að endurgreiða útlagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert," sagði badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir við Fréttablaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slypp og snautt að ferlinum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sambandsins núverandi fjárhag sjóðsins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess," segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrkir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun," segir Katrín. Hún staðfestir að engar viðræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram, né hafi komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera langtímasamning við íþróttahreyfinguna um þessi mál og þætti eðlilegt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott fordæmi þaðan. Ég tel að það sé raunhæft að skoða slíkar breytingar," segir Katrín.
Innlendar Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira