Gunnar myndi aldrei neita Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2013 08:00 Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. Mynd/NordicPhotos/Getty Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira