Verðum að framfylgja lögum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2013 07:00 Mladenovic spilar ekki fleiri leiki með ÍBV í vetur. Mynd/Vilhelm Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira