Ást og hörmungar 14. mars 2013 06:00 Anna Karenina fjallar um forboðna ást, útskúfun og hjartasorg. Leikkonan Keira Knightley fer með hlutverk Önnu Kareninu. Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs. Golden Globes Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs.
Golden Globes Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira