Eiga að vera í formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 07:30 Fékk hrós Glódís Perla Viggósdóttir lék vel á Algarve-mótinu og fékk hrós frá þjálfaranum.Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira