Landslög hafa engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 08:30 Nemanja Malovic spilaði með Haukum á síðasta tímabili og var með öll tilskilin leyfi til að vera hér á landi þá.fréttablaðið/stefán Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta. Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta.
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira