Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Þórður Snær Júlíusson og Stígur Helgason skrifar 19. mars 2013 07:00 Sigurður Einarsson Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira