„Blekktu samfélagið í heild“ Stígur Helgason skrifar 20. mars 2013 07:00 Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt." Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt."
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira