Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 07:00 Elsa Sæný fagnar hér eftir að hafa stýrt karlaliði HK til sigurs í Asics-bikarnum.fréttablaðið/stefán Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp." Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp."
Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10
Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48