Stóri bróðir í Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Nigel Moore er með 19,9 stig, 7,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Liðið er búið að vinna 12 af 19 leikjum síðan að hann kom. Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira