Lúxemborg hlynnt opnara bankakerfi 9. apríl 2013 13:30 Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, opnaði í gær á aukna upplýsingagjöf um bankainnistæður útlendinga þar í landi. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira