Bjarki hvílir ristina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 06:30 Leiðir Bjarka Más og uppeldisfélags hans HK skildi í fullkominni sátt. Fréttablaðið/Daníel „Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
„Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45
Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08