Allt veltur á Framsóknarflokknum 20. apríl 2013 07:00 Stjórnmálafræðingarnir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira