Allt veltur á Framsóknarflokknum 20. apríl 2013 07:00 Stjórnmálafræðingarnir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira