Hefur ekki enn getað horft á ræðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 12:00 "Strákar eru svo fljótir að gleyma. Maður getur sagt hlutina beint út,“ segir Elsa Sæný. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér. Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00