Gætu þurft að semja óviljugir um ESB Þorgils Jónsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Margt þykir benda til þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi saman stjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira