Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:30 Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlandsævintýri hans að þessu sinni.fréttablaðið/daníel Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“ Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira