Jöfnunarþingmennirnir gætu reynst vera of fáir Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2013 07:00 Jöfnunarþingmenn eru hugsaðir til að flokkar fái þingsæti í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu, líkt og ef landið væri allt eitt kjördæmi. fréttablaðið/valli Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira