Svanasöngur Teits Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 07:30 Teiti hefur liðið vel í Garðabænum og hann ætlar að njóta síðasta ársins hjá félaginu. fréttablaðið/daníel Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00
Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum