Svanasöngur Teits Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 07:30 Teiti hefur liðið vel í Garðabænum og hann ætlar að njóta síðasta ársins hjá félaginu. fréttablaðið/daníel Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00
Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00