Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 2. maí 2013 06:30 Jón Viðar Arnþórsson Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“
Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira