Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ Kosningar 2013 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“
Kosningar 2013 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira