Refurinn beit frá sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2013 07:00 Jóni Margeiri líður hvergi betur en á hjólinu, hvort sem það er á fleygiferð niður hlíðar Esjunnar eða á stökkpöllum í Öskjuhlíðinni. Fréttablaðið/Daníel Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira