Yngsti fyrirliði deildarinnar á skotskónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2013 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir í leik á móti Þrótti þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Mynd/Valli Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira