Strangtrúaðir netverjar Auður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar