Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé 27. maí 2013 07:00 Á meðan afkomendur Sigurðar Hjaltested takast á um eignarhaldið á Vatnsenda heldur Kópavogsbær áfram að gera upp greiðslur til ábúandans í samræmi við samkomulag þar um. „Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira