Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Gísli telur að Breiðholtið verði dýrara. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“ Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“
Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00