Erótísk sumarlesning sem kitlar Sigga Dögg skrifar 13. júní 2013 12:30 Sigga Dögg kynlífsfræðingur Þrátt fyrir að veðrið á suðvesturhorninu minni ekkert á sumar þá gerir bókastaflinn minn það. Ég hef nefnilega haft það fyrir sið að lesa erótík á sumrin. Ég byrjaði á þessu þegar ég þurfti að hvíla heilann á þungum doðröntum hundgamalla sálfræðinga. Ég var kona einsömul á stúdentagörðum og rétt eins og nú var júní afskaplega blautur og því kærkomin afsökun til að hanga uppi í rúmi og vera fluga á vegg í ástarsamböndum liðinnar tíðar. Ég ákvað að byrja erótíkina með Elskhuga lafði Chatterleys. Mig skorti sárlega rómantík í líf mitt á þessum tíma og drakk bókina í mig. Fleiri bættust svo við. Hið lesna orð kitlaði öðruvísi en hreyfimyndirnar, enda nenna fæstir að horfa á meira en 90 sekúndur af klámi en í bólinu með góða bók geta klukkustundirnar flogið áfram. Ég opinberaði ekki þessa sumarlesningu á kaffihúsum borgarinnar því ég vildi ekki særa blygðunarkennda annarra, eða kannski vildi ég bara ekkert láta trufla mig. Svört á hvítu erótík (eða klám, ég á erfitt með muninn á því tvennu) opnaði fyrir mér nýjan heim og ég settist við skriftir. Orðin flugu út í sumarloftið og áður en ég vissi af var ég langt komin með tvær erótískar smásögur. Lesning þeirra hefur ekki farið víða enda varð ég hálffeimin við þessi skrif. Hvað myndi fólk eiginlega halda um mig og mínar hugsanir ef það læsi þessar grafísku lýsingar á ást og losta? Mátti ég blanda saman hlutum í kynlífi sem mér persónulega hugnast ekki sjálfri? Þá fór ég að pæla í því hvað kynlíf og kynferðislegar hugsanir eru enn mikið tabú. Þrátt fyrir að önnur hver kona hafi lesið um gráa skugga seinasta sumar þá vakti bók um fantasíur kvenna þvílíkt fjaðrafok og deilur spruttu upp um af hverju höfundar fantasíanna væru nafnlausir. Í sumar sendir „þekktur“ höfundur svo frá sér erótík undir dulnefni. Rithöfundar mega skrifa um hvað sem er en fáir tengja á milli hugarheims afbrotarithöfundar og hans raunverulega lífs. Sömu lögmál virðast ekki gilda um kynlíf og lýsingar á því. Það er eins og það sé; ég skrifa, ég vil eða ég þrái. Auðvitað er þetta ekki svo, ekki frekar en með krimmabækurnar. Ég steig skrefið seinasta sumar og opinberaði lesningu mína á fantasíum annarra á vel völdu kaffihúsi bæjarins, þrátt fyrir að eiga lesbretti þar sem ég hefði vel getað falið hana. Það má alveg viðurkenna þessa tegund af bókmenntum sem réttmæta og skemmtilega. Rétt eins og krimmarnir geta kitlað og fengið adrenalínið til að streyma um líkamann þá þarf enginn að skammast sín fyrir erótíkina. Nú á þessum helst til of blautu dögum hef ég lagst í þríleik Sylviu Day og ég finn hvernig fingurna langar að berja á lyklaborðið og fjölga smásögunum. Hver veit svo hvar þær enda, en þær munu þá gera það undir nafni undirritaðrar, því get ég lofað þér. Sigga Dögg Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Þrátt fyrir að veðrið á suðvesturhorninu minni ekkert á sumar þá gerir bókastaflinn minn það. Ég hef nefnilega haft það fyrir sið að lesa erótík á sumrin. Ég byrjaði á þessu þegar ég þurfti að hvíla heilann á þungum doðröntum hundgamalla sálfræðinga. Ég var kona einsömul á stúdentagörðum og rétt eins og nú var júní afskaplega blautur og því kærkomin afsökun til að hanga uppi í rúmi og vera fluga á vegg í ástarsamböndum liðinnar tíðar. Ég ákvað að byrja erótíkina með Elskhuga lafði Chatterleys. Mig skorti sárlega rómantík í líf mitt á þessum tíma og drakk bókina í mig. Fleiri bættust svo við. Hið lesna orð kitlaði öðruvísi en hreyfimyndirnar, enda nenna fæstir að horfa á meira en 90 sekúndur af klámi en í bólinu með góða bók geta klukkustundirnar flogið áfram. Ég opinberaði ekki þessa sumarlesningu á kaffihúsum borgarinnar því ég vildi ekki særa blygðunarkennda annarra, eða kannski vildi ég bara ekkert láta trufla mig. Svört á hvítu erótík (eða klám, ég á erfitt með muninn á því tvennu) opnaði fyrir mér nýjan heim og ég settist við skriftir. Orðin flugu út í sumarloftið og áður en ég vissi af var ég langt komin með tvær erótískar smásögur. Lesning þeirra hefur ekki farið víða enda varð ég hálffeimin við þessi skrif. Hvað myndi fólk eiginlega halda um mig og mínar hugsanir ef það læsi þessar grafísku lýsingar á ást og losta? Mátti ég blanda saman hlutum í kynlífi sem mér persónulega hugnast ekki sjálfri? Þá fór ég að pæla í því hvað kynlíf og kynferðislegar hugsanir eru enn mikið tabú. Þrátt fyrir að önnur hver kona hafi lesið um gráa skugga seinasta sumar þá vakti bók um fantasíur kvenna þvílíkt fjaðrafok og deilur spruttu upp um af hverju höfundar fantasíanna væru nafnlausir. Í sumar sendir „þekktur“ höfundur svo frá sér erótík undir dulnefni. Rithöfundar mega skrifa um hvað sem er en fáir tengja á milli hugarheims afbrotarithöfundar og hans raunverulega lífs. Sömu lögmál virðast ekki gilda um kynlíf og lýsingar á því. Það er eins og það sé; ég skrifa, ég vil eða ég þrái. Auðvitað er þetta ekki svo, ekki frekar en með krimmabækurnar. Ég steig skrefið seinasta sumar og opinberaði lesningu mína á fantasíum annarra á vel völdu kaffihúsi bæjarins, þrátt fyrir að eiga lesbretti þar sem ég hefði vel getað falið hana. Það má alveg viðurkenna þessa tegund af bókmenntum sem réttmæta og skemmtilega. Rétt eins og krimmarnir geta kitlað og fengið adrenalínið til að streyma um líkamann þá þarf enginn að skammast sín fyrir erótíkina. Nú á þessum helst til of blautu dögum hef ég lagst í þríleik Sylviu Day og ég finn hvernig fingurna langar að berja á lyklaborðið og fjölga smásögunum. Hver veit svo hvar þær enda, en þær munu þá gera það undir nafni undirritaðrar, því get ég lofað þér.
Sigga Dögg Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira