Körfubolti

Kara kveður íslenskan körfubolta í bili

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
„Ég er að flytja út til Noregs í haust ásamt manninum mínum. Hann er kominn með góða vinnu og ég mögulega seinna,“ segir Margrét Kara Sturludóttir. Kara hefur verið í fremsta flokki í íþrótt sinni hér á landi undanfarin ár. Hún spilaði þó ekkert á síðasta tímabili þar sem hún var ólétt af syni sínum.

„Hann er tveggja mánaða. Þetta er bara ótrúlega gaman,“ segir Kara um barnauppeldið. Kara er uppalinn Njarðvíkingur en spilaði með KR þar til hún tók sér barneignarleyfi.

„Ég hefði pottþétt spilað körfu hefði ég verið áfram heima,“ segir Kara. Hún segir að bæði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari KR, hafi heyrt í sér hljóðið og sömuleiðis heyri hún reglulega í vinum sínum í Njarðvík.

„Það er kannski eitthvert körfuboltalið þarna úti. Ég er ekki búin að skoða það,“ segir Kara sem mun búa í Kristiansand í syðst í Noregi.

Fullvíst má telja að Kara myndi styrkja hvaða lið sem er í frændríki okkar. Hún segir óvíst hve lengi hún verði ytra.„Ef allt gengur vel gæti það verið nokkur ár. En svo gætum við líka bara komið heim um jólin,“ segir Kara og hlær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×