Íslenskir knattspyrnumenn með óeðlilegt hjartalínurit Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 06:45 Arnar valdi sér viðfangsefnið á þriðja ári í læknisfræði, en ekkert annað kom til greina en að láta slag standa. Mynd/aðsend Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“ Íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“
Íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti