Vestræn samvinna um fríverslun og fjárfestingar Einar Benediktsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun