Viðskipti erlent

Yahoo kaupir Qwiki

Yahoo segist ætla að styðja við Qwiki og efla þjónustuna.
Yahoo segist ætla að styðja við Qwiki og efla þjónustuna. Mynd/Yahoo! Inc.
Netfyrirtækið Yahoo hefur fest kaup á Qwiki, sprotafyrirtæki að baki smáforrits (apps) fyrir Iphone síma. Appið auðveldar fólki að búa til stuttar kvikmyndir með myndum, myndböndum og tónlist.

Í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins BBC um kaupin kemur fram að Yahoo hafi verið „haldið kaupæði“ í slagnum við keppinautana Google og Facebook um hylli notenda og auglýsenda. Þannig hafi fyrirtækið nýverið keypt vefþjónustuna Tumblr og fyrirtækið Bignoggins Productions sem sérhæfir sig í íþróttaleikja-öppum.

„Yahoo gaf ekki upp verðið á Qwiki. Tæknisíðan AllThingsD metur hins vegar kaupin á 40 til 50 milljónir dala,“ segir BBC. Upphæðin jafngildir 7,5 til 9,4 milljörðum króna.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir Qwiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×