Tarantino fæðing Sigga Dögg skrifar 4. júlí 2013 08:00 Leið barnsins í heiminn, er að mati Siggu Daggar, aukaatriði. Foreldrahlutverkið er mesta afrekið. Nordicphotos/getty Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði. Sigga Dögg Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði.
Sigga Dögg Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira