Mikið púsluspil Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2013 08:00 Þórey Rósa og Einar Ingi verða í eldlínunni í Noregi á næsta ári en parið hefur samið við sitthvort úrvalsdeildarfélagið. Mynd/Valli Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sjá meira
Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sjá meira