Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Stígur Helgason skrifar 12. júlí 2013 08:45 Stefán Logi Sívarsson, skeljagrandabróðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira