Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stígur Helgason skrifar 13. júlí 2013 07:00 Mennirnir tveir sem voru handteknir við Laugarvatn í fyrrakvöld voru úrskurðaðir í tólf daga gæsluvarðhald í gær. Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira