Verjum hagsmuni heimilanna Eygló Harðardóttir skrifar 29. júlí 2013 06:00 Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar