Hafa heyrt orðróminn en enginn talað við þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2013 06:30 Gunnar Nelson varð 25 ára í síðasta mánuði. Nordicphotos/Getty „Það er enginn bardagi bókaður. Við erum búnir að fá nokkrar fyrirspurnir vegna þessa en ég veit ekkert hvaðan þessi orðrómur kemur,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Slúðrað er um það í netheimum að Gunnar eigi að berjast við Jordan Mein á stóru UFC-bardagakvöldi í Manchester í október. „Ég sá þetta líka á netinu en það er enginn búinn að tala við okkur. Gunnar fór á fyrstu æfinguna sína fyrir helgi og byrjar fyrst núna að æfa af krafti,“ segir Haraldur. Gunnar gekkst undir aðgerð á hné vegna liðþófameiðsla í apríl. Haraldur segir endurhæfinguna hafa gengið vel. „Hann er fínn í fætinum en á eftir að láta reyna á hann fyrir alvöru. Þangað til lofum við okkur ekki í eitt eða neitt.“ Haraldur segir að vissulega væri gaman ef Gunnar gæti barist á kvöldinu í Manchester í október. Ekkert sé útilokað í þeim efnum en undirbúningstíminn væri í allra stysta lagi. „Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og aðgerð á hné. Það væri því ekki gáfulegt,“ segir Haraldur. Hann minnir á að Gunnar sé í bardagaíþróttum til framtíðar og því verði engin óþarfa áhætta tekin. „Batinn hefur gengið vel og hann hefur farið að ráðum lækna í einu og öllu og passað sig að fara ekki of snemma af stað. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
„Það er enginn bardagi bókaður. Við erum búnir að fá nokkrar fyrirspurnir vegna þessa en ég veit ekkert hvaðan þessi orðrómur kemur,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Slúðrað er um það í netheimum að Gunnar eigi að berjast við Jordan Mein á stóru UFC-bardagakvöldi í Manchester í október. „Ég sá þetta líka á netinu en það er enginn búinn að tala við okkur. Gunnar fór á fyrstu æfinguna sína fyrir helgi og byrjar fyrst núna að æfa af krafti,“ segir Haraldur. Gunnar gekkst undir aðgerð á hné vegna liðþófameiðsla í apríl. Haraldur segir endurhæfinguna hafa gengið vel. „Hann er fínn í fætinum en á eftir að láta reyna á hann fyrir alvöru. Þangað til lofum við okkur ekki í eitt eða neitt.“ Haraldur segir að vissulega væri gaman ef Gunnar gæti barist á kvöldinu í Manchester í október. Ekkert sé útilokað í þeim efnum en undirbúningstíminn væri í allra stysta lagi. „Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og aðgerð á hné. Það væri því ekki gáfulegt,“ segir Haraldur. Hann minnir á að Gunnar sé í bardagaíþróttum til framtíðar og því verði engin óþarfa áhætta tekin. „Batinn hefur gengið vel og hann hefur farið að ráðum lækna í einu og öllu og passað sig að fara ekki of snemma af stað. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“
Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira