Brattari á útlensku Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Sumum finnst flott hvernig smáþjóðin stóð þétt saman og sendi umheiminum fingurinn, hvort sem það er nú satt eða logið. Þeir telja okkur sakleysingjana hafa neitað að gangast í ábyrgð fyrir skuldum banka sem féllu með braki og brestum. Þeir halda að sérstakur saksóknari hafi fengið meiru áorkað en orðhákurinn Brynjar Níelsson heldur fram. Þeim finnst við eyjarskeggjar svolítið eins og landið; kröftugir og óútreiknanlegir. Það er enginn dómari í eigin sök en mér finnst við ekki vera svo ólík fólki sem ég hef kynnst í öðrum löndum. Og þó að ég umgangist daglega vini og kunningja sem eru hæfileikaríkir og skemmtilegir hef ég aldrei látið mér detta í hug að í hópnum væru fleiri hetjur eða snillingar en gengur og gerist annars staðar. Ekki heldur fleira fólk með glæpahneigð. Ég leyfi mér að efast um að gests augað sé eins glöggt og máltækið segir. Líklega er mynd margra ferðamanna af þjóðinni einhvers konar ímynd byggð á ófullkomnum fréttum og auglýsingum – eða bara hreinni ímyndun. En landið blekkir engan. Ógnandi eldfjöll, mosavaxið hraun, leiftrandi norðurljós, magnaðir fossar, lygnir firðir, úfið haf og brjálað veður blasa við ferðamanninum. Svo setur hann samasemmerki milli lands og þjóðar. Ég er ekki viss um að sú jafna sé rétt reiknuð. Ég endurtek, enginn er dómari í eigin sök, en oft finnst mér við vera hnípin þjóð, öfugt við tignarlegt landið. Það sjá gestirnir aftur á móti ekki. Enda skilja þeir ekki íslensku, sem betur fer. Við setjum greinilega upp sparisvip þegar við tölum útlensku – verðum miklu brattari. Tungumálið, sem enginn skilur, virðist þannig hjálpa okkur að fela útbreitt heimilisböl – bölmóð, þras og svartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Sumum finnst flott hvernig smáþjóðin stóð þétt saman og sendi umheiminum fingurinn, hvort sem það er nú satt eða logið. Þeir telja okkur sakleysingjana hafa neitað að gangast í ábyrgð fyrir skuldum banka sem féllu með braki og brestum. Þeir halda að sérstakur saksóknari hafi fengið meiru áorkað en orðhákurinn Brynjar Níelsson heldur fram. Þeim finnst við eyjarskeggjar svolítið eins og landið; kröftugir og óútreiknanlegir. Það er enginn dómari í eigin sök en mér finnst við ekki vera svo ólík fólki sem ég hef kynnst í öðrum löndum. Og þó að ég umgangist daglega vini og kunningja sem eru hæfileikaríkir og skemmtilegir hef ég aldrei látið mér detta í hug að í hópnum væru fleiri hetjur eða snillingar en gengur og gerist annars staðar. Ekki heldur fleira fólk með glæpahneigð. Ég leyfi mér að efast um að gests augað sé eins glöggt og máltækið segir. Líklega er mynd margra ferðamanna af þjóðinni einhvers konar ímynd byggð á ófullkomnum fréttum og auglýsingum – eða bara hreinni ímyndun. En landið blekkir engan. Ógnandi eldfjöll, mosavaxið hraun, leiftrandi norðurljós, magnaðir fossar, lygnir firðir, úfið haf og brjálað veður blasa við ferðamanninum. Svo setur hann samasemmerki milli lands og þjóðar. Ég er ekki viss um að sú jafna sé rétt reiknuð. Ég endurtek, enginn er dómari í eigin sök, en oft finnst mér við vera hnípin þjóð, öfugt við tignarlegt landið. Það sjá gestirnir aftur á móti ekki. Enda skilja þeir ekki íslensku, sem betur fer. Við setjum greinilega upp sparisvip þegar við tölum útlensku – verðum miklu brattari. Tungumálið, sem enginn skilur, virðist þannig hjálpa okkur að fela útbreitt heimilisböl – bölmóð, þras og svartsýni.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun