Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2013 06:45 stemning Það verður örugglega mikil stemning í kringum Eyjaliðið í vetur enda komið samkeppnishæft lið sem er líklegt til afreka.fréttablaðið/stefán Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira