Yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 00:01 Anna Björk er þjálfari 5. flokks kvenna hjá Gróttu. Mynd/Daníel „Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira