Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Stígur Helgason skrifar 4. september 2013 00:01 Finni Geirssyni barst torkennilegt bréf í janúarlok í fyrra. Það innihélt meðal annars tvö súkkulaðistykki sem í hafði verið sprautað bremsuvökva. Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann. Mál Sigga hakkara Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira