Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Stígur Helgason skrifar 6. september 2013 07:00 Stefán Logi Sívarsson er talinn hafa fyrirskipað árásina á manninn sem farið var með til Stokkseyrar. Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og fól meðal annars í sér að maður var fluttur nauðugur á Stokkseyri eftir hrottalegar misþyrmingar. Einn þeirra sem er grunaður í málinu stakk af til Danmerkur eftir að það kom upp í fyrri hluta júlímánaðar. Sá er talinn hafa verið nokkuð atkvæðamikill í frelsissviptingunni og meðal annars ekið með fórnarlambið til Stokkseyrar. Lögregla leitaði mannsins vikurnar á eftir en hann skilaði sér hins vegar ekki til landsins fyrr en 21. ágúst eftir að hafa gefið sig fram í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Þaðan fékk hann fylgd íslensks lögreglumanns til landsins. Úr því að maðurinn var kominn til landsins og var tiltækur í skýrslutöku gat lögregla lokið rannsókninni um viku síðar og sent það ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Maðurinn sem um ræðir er 23 ára og með dóma á bakinu, meðal annars fyrir líkamsárásir og vopnalagabrot. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald þegar hann kom til landsins og hefur setið í því síðan. Það var í fyrradag framlengt til 2. október. Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni var sömuleiðis framlengt til 2. október á miðvikudag. Fjórir til viðbótar sitja ýmist í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu og nokkrum öðrum keimlíkum árásarmálum eða hafa hafið afplánun eldri refsinga. Þá hafa tveir sætt varðhaldi vegna málsins en síðan verið sleppt. Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og fól meðal annars í sér að maður var fluttur nauðugur á Stokkseyri eftir hrottalegar misþyrmingar. Einn þeirra sem er grunaður í málinu stakk af til Danmerkur eftir að það kom upp í fyrri hluta júlímánaðar. Sá er talinn hafa verið nokkuð atkvæðamikill í frelsissviptingunni og meðal annars ekið með fórnarlambið til Stokkseyrar. Lögregla leitaði mannsins vikurnar á eftir en hann skilaði sér hins vegar ekki til landsins fyrr en 21. ágúst eftir að hafa gefið sig fram í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Þaðan fékk hann fylgd íslensks lögreglumanns til landsins. Úr því að maðurinn var kominn til landsins og var tiltækur í skýrslutöku gat lögregla lokið rannsókninni um viku síðar og sent það ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Maðurinn sem um ræðir er 23 ára og með dóma á bakinu, meðal annars fyrir líkamsárásir og vopnalagabrot. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald þegar hann kom til landsins og hefur setið í því síðan. Það var í fyrradag framlengt til 2. október. Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni var sömuleiðis framlengt til 2. október á miðvikudag. Fjórir til viðbótar sitja ýmist í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu og nokkrum öðrum keimlíkum árásarmálum eða hafa hafið afplánun eldri refsinga. Þá hafa tveir sætt varðhaldi vegna málsins en síðan verið sleppt.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira