Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. september 2013 06:00 Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til „dómstóls götunnar“ gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.Hatrið Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“? Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi. Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir: 4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. 3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).Hrokinn Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða? Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar. Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV. (Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri)
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar