Sjávarútvegur, auðlindagjald, þjóðin og sáttin Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 26. september 2013 06:00 Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið, er og verður ein helsta undirstaða farsældar þegna þessa lands. Tölulegur mælikvarði sýnir að heildarvirðiskeðja sjávarútvegsins nemur 27% af landsframleiðslu og af útflutningstekjum vöru nemur hlutur sjávarútvegs 42%, hvorki meira né minna. Ég hef að undanförnu heimsótt sjávarútvegsfyrirtæki víða um land. Það sem kemur á óvart er að mörg hver eru hátæknifyrirtæki þar sem afli er gernýttur, jafnvel til hluta sem maður tengir ekki sérstaklega við fiskvinnslu. Hver hefði til dæmis trúað því fyrir nokkrum árum að búin væri til gervihúð fyrir mannfólkið úr fiskroði á Ísafirði? Þá má geta þess að á Íslandi eru starfandi í það minnsta 60 tæknifyrirtæki sem þjóna haftengdri starfsemi á einn eða annan hátt og mörg þeirra flokkast sem hátæknifyrirtæki. Nú er hafin vinna við að kortleggja hvernig álagningu veiðigjalds, „auðlindagjalds“, verði best háttað og einnig endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég vonast til að við getum rætt saman af skynsemi og með virðingu fyrir þessari merku atvinnugrein, þar sem fjölmörg tækifæri liggja svo víða. Og ekki síður með virðingu fyrir samfélaginu sem með réttu vill fá að vera þátttakandi þegar kemur að stefnumótun og því að njóta afraksturs okkar mikilvægu auðlindar. Í þessari fyrri grein minni af tveimur langar mig að ræða veiðigjöldin en gera vinnu við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins að umfjöllunarefni í þeirri næstu.Hverjir þurfa að sættast? Að ná sátt um sjávarútveginn er eitthvað sem flestir hafa heyrt getið um. Um hvað á sú sátt að snúast? Hverjir þurfa að sættast við hverja? Eru útgerðarmenn á móti öllum, eða allir á móti þeim? Landsbyggð á móti höfuðborgarsvæðinu? Stjórn á móti stjórnarandstöðu? Svarið er ekki einhlítt. Útgangspunktur minn er sá að þjóðin sem eigandi auðlindarinnar fái sem mest út úr henni, með sanngjörnum og sjálfbærum hætti. Að þjóðin sé sátt við arðinn sem af auðlindinni kemur og þeir sem í sjósókn og vinnslu standa séu einnig sáttir við það sem þeir bera úr býtum. Allir útgerðarmenn sem ég hef hitt á undanförnum vikum eru tilbúnir að greiða veiðigjöld. Það er mitt mat að gjöldin eigi að standa undir rekstri stofnana sjávarútvegsins, endurspegla afkomu útgerðarinnar og skila þjóðinni ávinningi fyrir þann einstaka rétt að fá að nýta auðlindina. Við verðum að slá því föstu að ef hagnaðurinn er mikill er eðlilegt að gjöldin séu hærri. En jafnframt að vera tilbúin til þess að horfa á að hagnaður stóru fyrirtækjanna sumra er ekki eingöngu vegna veiða og vinnslu heldur afleiddrar starfsemi; til dæmis fiskeldis og starfsemi erlendis. Við verðum að hafa í huga að gjaldið má ekki svipta sjávarútvegsfyrirtækin þeim mikilvæga drifkrafti sem þau búa yfir og gagnast atvinnulífinu öllu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í byggðum landsins, sem vinnuveitendur og við uppbyggingu nærsamfélagsins.Yrkja einstaka auðlind Það er lítið rætt hvað fyrirtæki á einstökum stöðum hafa lagt til síns byggðalags, sem oft og tíðum er æði mikið. Einnig hvað nýsköpun innan sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur skotið stoðum undir verðmæt sprotafyrirtæki sem sum hver hafa vaxið upp í öflug útflutningsfyrirtæki. Hvað mörg sjávarútvegsfyrirtækja verja fjármunum til rannsókna og eiga í öflugu samstarfi við háskóla, fé sem kemur innan frá en ekki úr ríkisrekstrinum. Þetta geta fyrirtækin í krafti stöðu sinnar og góðrar afkomu og þeim ber skylda til að leggja lóð á vogarskálar samfélagsins. Þau yrkja einstaka auðlind í eigu íslensku þjóðarinnar og fyrir það ber að greiða eðlilegt og sanngjarnt gjald. Þeim ber einnig að umgangast auðlindina þannig að eigendur hennar hafi af henni sem mestan arð; það er þeirra hagur, það er allra hagur. Þau þurfa að leitast við að skapa sem flestum atvinnu og í vel reknu fyrirtæki ber að greiða sómasamleg laun og bjóða upp á tækifæri til starfsþróunar. Og almenningur og stjórnvöld þurfa samhliða þessu að viðurkenna að nægir fjármunir verði eftir hjá fyrirtækjunum sem gera þeim kleift að uppfylla þetta hlutverk sitt. Þá þarf einnig að horfast í augu við það að samfélagsleg þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er meiri á landsbyggðinni þar sem þau gegna oft lykilhlutverki; eru hornsteinn í héraði. Ekki má draga úr möguleikum þeirra þar til að þau geti sem best þjónað sínu hlutverki sem atvinnurekendur og stuðlað að almennri velsæld og þróun samfélaga. Á þessum grunni langar mig að skipuleggja vinnu og umræður um hvernig veiðigjöld komi okkur öllum til góða, hvort sem við erum til sjávar eða sveitar, í borg eða bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið, er og verður ein helsta undirstaða farsældar þegna þessa lands. Tölulegur mælikvarði sýnir að heildarvirðiskeðja sjávarútvegsins nemur 27% af landsframleiðslu og af útflutningstekjum vöru nemur hlutur sjávarútvegs 42%, hvorki meira né minna. Ég hef að undanförnu heimsótt sjávarútvegsfyrirtæki víða um land. Það sem kemur á óvart er að mörg hver eru hátæknifyrirtæki þar sem afli er gernýttur, jafnvel til hluta sem maður tengir ekki sérstaklega við fiskvinnslu. Hver hefði til dæmis trúað því fyrir nokkrum árum að búin væri til gervihúð fyrir mannfólkið úr fiskroði á Ísafirði? Þá má geta þess að á Íslandi eru starfandi í það minnsta 60 tæknifyrirtæki sem þjóna haftengdri starfsemi á einn eða annan hátt og mörg þeirra flokkast sem hátæknifyrirtæki. Nú er hafin vinna við að kortleggja hvernig álagningu veiðigjalds, „auðlindagjalds“, verði best háttað og einnig endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég vonast til að við getum rætt saman af skynsemi og með virðingu fyrir þessari merku atvinnugrein, þar sem fjölmörg tækifæri liggja svo víða. Og ekki síður með virðingu fyrir samfélaginu sem með réttu vill fá að vera þátttakandi þegar kemur að stefnumótun og því að njóta afraksturs okkar mikilvægu auðlindar. Í þessari fyrri grein minni af tveimur langar mig að ræða veiðigjöldin en gera vinnu við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins að umfjöllunarefni í þeirri næstu.Hverjir þurfa að sættast? Að ná sátt um sjávarútveginn er eitthvað sem flestir hafa heyrt getið um. Um hvað á sú sátt að snúast? Hverjir þurfa að sættast við hverja? Eru útgerðarmenn á móti öllum, eða allir á móti þeim? Landsbyggð á móti höfuðborgarsvæðinu? Stjórn á móti stjórnarandstöðu? Svarið er ekki einhlítt. Útgangspunktur minn er sá að þjóðin sem eigandi auðlindarinnar fái sem mest út úr henni, með sanngjörnum og sjálfbærum hætti. Að þjóðin sé sátt við arðinn sem af auðlindinni kemur og þeir sem í sjósókn og vinnslu standa séu einnig sáttir við það sem þeir bera úr býtum. Allir útgerðarmenn sem ég hef hitt á undanförnum vikum eru tilbúnir að greiða veiðigjöld. Það er mitt mat að gjöldin eigi að standa undir rekstri stofnana sjávarútvegsins, endurspegla afkomu útgerðarinnar og skila þjóðinni ávinningi fyrir þann einstaka rétt að fá að nýta auðlindina. Við verðum að slá því föstu að ef hagnaðurinn er mikill er eðlilegt að gjöldin séu hærri. En jafnframt að vera tilbúin til þess að horfa á að hagnaður stóru fyrirtækjanna sumra er ekki eingöngu vegna veiða og vinnslu heldur afleiddrar starfsemi; til dæmis fiskeldis og starfsemi erlendis. Við verðum að hafa í huga að gjaldið má ekki svipta sjávarútvegsfyrirtækin þeim mikilvæga drifkrafti sem þau búa yfir og gagnast atvinnulífinu öllu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í byggðum landsins, sem vinnuveitendur og við uppbyggingu nærsamfélagsins.Yrkja einstaka auðlind Það er lítið rætt hvað fyrirtæki á einstökum stöðum hafa lagt til síns byggðalags, sem oft og tíðum er æði mikið. Einnig hvað nýsköpun innan sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur skotið stoðum undir verðmæt sprotafyrirtæki sem sum hver hafa vaxið upp í öflug útflutningsfyrirtæki. Hvað mörg sjávarútvegsfyrirtækja verja fjármunum til rannsókna og eiga í öflugu samstarfi við háskóla, fé sem kemur innan frá en ekki úr ríkisrekstrinum. Þetta geta fyrirtækin í krafti stöðu sinnar og góðrar afkomu og þeim ber skylda til að leggja lóð á vogarskálar samfélagsins. Þau yrkja einstaka auðlind í eigu íslensku þjóðarinnar og fyrir það ber að greiða eðlilegt og sanngjarnt gjald. Þeim ber einnig að umgangast auðlindina þannig að eigendur hennar hafi af henni sem mestan arð; það er þeirra hagur, það er allra hagur. Þau þurfa að leitast við að skapa sem flestum atvinnu og í vel reknu fyrirtæki ber að greiða sómasamleg laun og bjóða upp á tækifæri til starfsþróunar. Og almenningur og stjórnvöld þurfa samhliða þessu að viðurkenna að nægir fjármunir verði eftir hjá fyrirtækjunum sem gera þeim kleift að uppfylla þetta hlutverk sitt. Þá þarf einnig að horfast í augu við það að samfélagsleg þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er meiri á landsbyggðinni þar sem þau gegna oft lykilhlutverki; eru hornsteinn í héraði. Ekki má draga úr möguleikum þeirra þar til að þau geti sem best þjónað sínu hlutverki sem atvinnurekendur og stuðlað að almennri velsæld og þróun samfélaga. Á þessum grunni langar mig að skipuleggja vinnu og umræður um hvernig veiðigjöld komi okkur öllum til góða, hvort sem við erum til sjávar eða sveitar, í borg eða bæ.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun