Partaframleiðendur játa stórfellt samráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. september 2013 12:00 Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, notast við kynningarmynd af bílapörtum á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington fyrir helgi. Fréttablaðið/AP Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira