Viðskipti erlent

Evrustýrivöxtum haldið í 0,5 prósentum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Mario Draghi er bankastjóri Evrópska seðlabankans.
Mario Draghi er bankastjóri Evrópska seðlabankans. Nordicphotos/AFP
Stýrivextir Evrópska seðlabankans (ECB) haldast óbreyttir í 0,5 prósentum. Ákvörðun þar að lútandi var kynnt í gær.

Í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins, BBC, segir ný haggögn benda til þess að efnahagsbati sé að ná fótfestu í evrulöndunum. Hagvöxtur hafi aukist í september, þriðja mánuðinn í röð.

Í fyrri yfirlýsingum hefur Seðlabanki evrópu sagt lága stýrivexti styðja við efnahagsbata og að lönd evrunnar þurfi nú að stokka upp hagstjórn sína og draga úr skuldabyrði sem sé allt of mikil.

Mario Draghi seðlabankastjóri hefur sagt líklegt að vöxtum verði haldið óbreyttum í lengri tíma til að ýta undir efnahagsbata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×