Handbolti

Ætlaði fyrst að hætta í handbolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daníel Berg sleit krossbönd og ferillinn í hættu.
Daníel Berg sleit krossbönd og ferillinn í hættu. fréttablaðið/vilhelm
Daníel Berg Grétarsson mun ekki leika meira með HK í Olís-deild karla í handknattleik á tímabilinu. Leikmaðurinn sleit krossbönd í annað sinn á ferlinum í leik á dögunum gegn sínum gömlu liðsfélögum í Fram.

Daníel sleit krossband í hné og skaddaði einnig liðband.

„Ég sagði strax við þjálfarann og alla í kringum liðið að ég væri hættur eftir þetta,“ sagði Daníel Berg.

„Svo þegar tíminn líður og maður áttar sig á því að það sé alltaf möguleiki á því að komast aftur út á gólfið vill maður ekki endanlega leggja skóna á hilluna.“

Daníel hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og varla náð heilu tímabili með meistaraflokki.

„Ég ætlaði mér að ná langt í handboltanum. Þegar ég var yngri fannst mér eins og ég væri óstöðvandi og enginn gæti snert mig. Það var alltaf markmiðið að komast í þýsku úrvalsdeildina og gerast atvinnumaður. Ég hafði hæfileikann en heppnin hefur einfaldlega ekki verið með mér síðustu ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×