Fyrir ári Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar