Vondur rekstur eða góður? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2013 00:00 Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar